Guðmundur HörðurLanguage: is Contact email: Get it Feed URL: Get it iTunes ID: Get it |
Listen Now...
Saga Íslandshreyfingarinnar
Wednesday, 19 June, 2024
Íslandshreyfingin var frjálslyndur umhverfisverndarflokkur sem var stofnaður í byrjun árs 2007 og bauð fram í Alþingiskosningum 12. maí það sama ár. Skoðanakannanir bentu til þess í fyrstu að flokkurinn gæti fengið um 5% fylgi og þrjá þingmenn, en þegar upp var staðið hlaut hann rúmlega 3% fylgi og engan þingmann. Mig langaði til að rifja upp sögu þessa framboðs, tilkomu þess og örlög, og settist þess vegna niður með þeim Ástu Þorleifsdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni, en þau voru í hópi stofnenda flokksins og leiddu lista flokksins, Ásta í Suðurkjördæmi og Jakob í Suðvesturkjördæmi.