![]() |
FókusAuthor: DV Language: is Genres: Entertainment News, News Contact email: Get it Feed URL: Get it iTunes ID: Get it |
Listen Now...
Anna Claessen: Frá kulnun í kraft og ástin sem bankaði óvænt upp á
Episode 16
Friday, 12 December, 2025
Markþjálfinn, einkaþjálfarinn og skemmtikrafturinn Anna Claessen er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Þar fer hún opinskátt yfir kulnunina sem hún lenti í árið 2018, hvernig líkaminn reyndi að stoppa hana en hún hlustaði ekki – og hvers vegna margir hunsa þessi skilaboð. Hún talar einnig um fordóma, sérstaklega eldri kynslóðarinnar, fyrir kulnun, álagið sem fylgir nútímalífi og hvers vegna svokölluð örhlé geti skipt sköpum, sérstaklega í annasömum desembermánuði. Auk þess ræðir Anna um ástina, fjölskyldulífið og erfiða reynslu þegar sonur hennar greindist með flogaveiki aðeins eins og hálfs árs. Þetta er einlægt og kraftmikið viðtal þar sem Anna leiðir hlustendur í gegnum erfiða og bjarta tíma.










